Persónuvernd

Maul Reykjavík (einnig vísað til sem ábyrgðaraðili) leggur ríka áherslu á að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með í þjónustu félagsins, sett hefur verið fram eftirfarandi persónuverndarstefna til samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu gagna.

Persónuverndarstefna tekur til vinnslu persónuupplýsinga sem aflað er og varðveittar eru af Maul Reykjavík, sem dæmi: persónuupplýsingar einstaklinga (notanda), fyrirtækja sem eru í þjónustu hjá ábyrgðaraðila og umsækjendur um störf hjá félaginu.

Persónuverndarlöggjöf

Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, sem og viðkomandi hlutar reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga. Taka lögin m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.

Uppruni upplýsinga og förgun gagna

Persónuupplýsingar berast að stærstum hluta beint frá notanda. Hluti upplýsinga kunna þó jafnframt að koma frá tengilið í fyrirtæki notanda.

Persónuupplýsingar eru varðveittar eins lengi og þörf krefur miðað við tilgang vinnslunnar, nema annað sé heimilt eða skylt samkvæmt lögum. Persónuupplýsingar eru þó að jafnaði ekki varðveittar lengur en í fimm ár.

Komi beiðni frá viðskiptavini um að eyða persónuupplýsingum er það afgreitt eftir að uppgjörstímabil hefur liðið eða í síðasta lagi tveimur mánuðum eftir núliðinn mánuð.

Tilgangur söfnunar persónuupplýsinga.

Svo hægt sé að veita eftirfarandi þjónustu

Söfnun persónuupplýsinga.

  1. Notendaupplýsingar

Til að geta afgreitt pantanir þínar vinnur Maul Reykjavík almennt með eftirfarandi persónuupplýsingar: